Guðbjörg Vala og Lúkas sigruðu á aldursflokkamóti Butterfly og HK
13. október 2024


Fyrsta mótið í aldursflokkamótaröð HK og Pingpong.is var haldið í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi 12. október.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki meyja 14-15 ára og KR sigraði tvöfalt í flokknum því Helena Árnadóttir varð í 2. sæti.
Lúkas André Ólason sigraði í flokki pilta 12-13 ára.
Alls verða þrjú mót haldin á mótaröðinni í vetur og 8 stigahæstu keppendurnir fá boð á lokamótið, sem verður haldið í vor.