Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir voru valdar úr kvennalandsliðshópnum til að keppa á Safir International mótinu í Örebro í Svíþjóð helgina 21.-23. febrúar en þær eru báðar fæddar árið 2010. Þriðji leikmaðurinn í hópnum var Sól Kristínardóttir Mixa úr BH. Stúlkurnar kepptu allar í nokkrum flokkum, bæði aldursflokkum og styrkleikaflokkum.
Guðbjörg Vala náði bestum árangri íslensku stúlknanna á mótinu en hún varð í 5.-8. sæti í flokki stúlkna 15 ára og yngri, og féll úr leik fyrir sigurvegaranum í flokknum. Hún varð svo í 9.-16. sæti í flokki 16 ára og yngri og í 17.-32. sæti í flokki stúlkna 20 ára og yngri.
Helena varð í 9.-16. sæti í flokki 15 ára og yngri og féll úr leik fyrir stigahæstu sænsku stúlkunni.
Stúlkurnar höfnuðu báðar í 17.-32. sæti í flokki 14 ára og yngri stúlkna.
Forsíðumynd af stúlkunum þremur með Peter Nilsson landsliðsþjálfara.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi