Guðbjörg Vala, Lúkas og Viktor sigruðu í Hróarskeldu
3. febrúar 2025


Hópur leikmanna úr Borðtennisdeild KR tók þátt í Spar Nord Roskilde Cup mótinu, sem haldið var í Hróarskeldu í Danmörku helgina 1.-2. febrúar. Leikmennirnir léku í nokkrum flokkum, flestir unnu leiki og margir fóru upp úr riðlum og áfram í útsláttarkeppni.
Viktor Daníel Pulgar sigraði í tveimur flokkum, Drenge C og Drenge D.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki Pige elite, varð önnur í flokki Drenge B og þriðja í flokki Dame Elite.
Lúkas André Ólason sigraði Guðbjörgu Völu í úrslitum í flokki Drenge B.
Norbert Bedö varð annar í flokki Åben A.
Aldís Rún Lárusdóttir varð önnur í flokknum Dame kl. 1.