KR-ingar sigruðu í þremur flokkum á Coca-Cola mótinu, sem fram fór í TBR-húsinu þann 20. apríl. Norbert Bedo sigraði í meistaraflokki karla og átti KR þrjá verðlaunahafa af fjórum í flokknum. Ellert Kristján Georgsson varð annar og Eiríkur Logi Gunnarsson í 3.-4. sæti.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á fyrsta mótinu eftir að hún vann sig upp í meistaraflokk. Hún vann móður sína, Guðrúnu Gestsdóttur í úrslitum.
Helena Árnadóttir vann 1. flokk kvenna og aftur varð Guðrún Gestsdóttir í 2. sæti.
Myndir af vef BTÍ.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi