Skriðsundnámskeið Vesturbæjarlaug

Gunnar Egill Benonýsson • apr. 22, 2024

Nýtt skriðsundnámskeið í vesturbæjarlaug hefst 6 maí. Við erum alveg gífurlega ánægð með að tilkynna að hún Elín Melgar Aðalheiðardóttir hefur gengið til liðs við þjálfarateymi Sunddeildar KR og mun sjá um skriðsundnámskeiðin fyrir okkur

Námskeið hefst 6 maí
Mánudaga 20:00 – 20:40
Miðvikudaga 20:00 – 20:40
Skráning á: 
https://www.abler.io/.../product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjM5MjQ=?

Námskeið sem henta bæði þeim sem þurfa kennslu frá grunni og fyrir þá sem vilja bara fá betri leiðbeiningar til að ná betri tökum á skriðsundinu
Námskeiðið er 8 skipti og er kennt tvisvar í viku.

Kennari er Elín Melgar Aðalheiðardóttir
Elín er með B.Ed í Heilsueflingu og heimilisfræði
MT í Menntunarfræði leikskóla
Þjálfaramenntun ÍSÍ 1. stig
5 ára reynsla af sundþjálfun- og kennslu
Landsliðskona í kraftlyftingum
Ásamt því að vera fyrrum sundkona úr röðum KR

Ath aðgangur að lauginni er ekki innifalinn í verðinu og við mælum með að iðkenndur komi með sínar eigin froskalappir

Núna er tíminn til að læra skriðsund til að geta synt í sólinni í sumar

Share by: