Guðbjörg og Helena sigruðu á Stóra Víkingsmótinu
4. desember 2023


Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna og Helena Árnadóttir í 2. flokki kvenna, á Stóra Víkingsmótinu, sem fór í TBR-húsinu 2. desember.
KR vann þrefalt í 1. flokki kvenna, þar sem Guðrún Gestsdóttir varð í 2. sæti og Anna Sigurbjörnsdóttir í 3. sæti. Anna varð svo í 2. sæti í meistaraflokki kvenna.
Guðbjörg varð líka í 2. sæti í 2. flokki karla.
Marta Stefánsdóttir varð í 2. sæti í 2. flokki kvenna.