Gauti komst á pall á Ítalíu

KR-ingurinn Gauti Guðmundsson náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann endaði í 2. sæti á svigmóti á Ítalíu í gær.


Gauti var í 11. sæti eftir fyrri ferðina en átti frábæra seinni ferð og náði þá besta tímanum, og endaði samanlagt í 2. sæti mótsins eins og fyrr segir.


Gauti fékk 28.51 FIS punkta fyrir mótið og hefur aldrei gert betur.


Virkilega vel gert Gauti, innilegar hamingjuóskir.


Share by: