Fyrsta skóflustunga af nýju gervigrasi á Meistaravöllum

Fyrsta skóflustunga af gervigrasi á Meistaravelli var tekin í dag. Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR tók fyrstu skóflustunguna ásamt Páli Kristjánssyni, formanni knattspyrnudeildar KR.

Næstu mánuðir fara í framkvæmdir á aðalvelli okkar KR-inga, Meistaravöllum, það er því staðreynd að næsta sumar munu liðin okkar spila sína heimaleiki á gervigrasi.

Þetta er aðeins fyrsti áfangi af nokkrum áföngum á endurbótum hjá KR og því spennandi mánuðir framundan.


Til hamingju með áfangann kæru KR-ingar - ballið er byrjað!

Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdastjóri KR, Þórhildur Garðarsdóttir og Páll Kristjánsson eftir skóflustunguna í dag.

Share by: