Fræðslufundur um heilabilun og aðstandendur

sep. 11, 2024

Fimmtudaginn 12. september verðum við með fræðslufund um heilabilun og aðstandendur. Fundurinn fer fram í félagsheimili KR.


Guðlaugur Eyjólfsson framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna segir frá starfsemi samtakanna og þeirri þjónustu sem samtökin veita til einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra.

Sigurbjörg Hannesdóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna fjallar um heilabilunarsjúkdóma og helstu einkenni, hvert sé hægt að leita og hvað sé hægt að gera eftir greiningu til að bæta líðan og lífsgæði.


Verið öll hjartanlega velkomin - aðgangur er ókeypis


Share by: