KR á þrjá fulltrúa í U15 karla
18. september 2024

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hóp sem æfir á Þróttaravelli dagana 23.-25. september.
KR á þrjá fulltrúa á æfingunum en það eru þeir Alexander Rafn Pálmason, Birgir Kjartan Ísleifsson og Teitur Björgúlfsson.
Til hamingju með valið strákar, gangi ykkur sem allra best og munið að njóta.