Fjórir KR-ingar eru í 10 manna hópi úr unglingalandsliðinu sem leikur á EM unglinga í Malmö í Svíþjóð 12.-21. júlí. Þetta eru þau Eiríkur Logi Gunnarsson, sem keppir í flokki drengja 16-18 ára, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir, sem mynda lið Íslands í flokki meyja 15 ára og yngri og Lúkas André Ólason, sem er í liði sveina 15 ára og yngri.
Pétur Gunnarsson, yfirþjálfari Borðtennisdeildar KR, verður aðstoðarþjálfari Mattia Conti, unglingalandsþjálfara á mótinu.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi