Knattspyrnudeild KR hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson í starf yfirmanns knattspyrnumála og tekur hann formlega til starfa þann 1. ágúst nk.
Óskar hefur undanfarin misseri gegnt stöðu ráðgjafa knattspyrnudeildar.
Í raun er um nýtt starfa að ræða hjá knattspyrnudeild en Rúnar Kristinsson gegndi stöðunni árin 2008-2009.
Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að fá Óskar til starfa. Óskar mun þannig hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi knattspyrnudeildar, hvort sem er yngri flokka eða meistaraflokka. Það er félaginu sérlega mikilvægt að fá jafn öflugan aðila til þess að leiða starfið. Deildin stendur á ákveðnum tímamótum. Aðstaða deildarinnar mun þannig taka miklum breytingum á næstu misserum og stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum.
Vertu innilega velkominn Óskar Hrafn.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi