Fyrri hluti deildakeppni kvenna í borðtennis var leikinn í Íþróttahúsi Hagaskóla 10. nóvember. Þrjú lið keppa í 1. deild og þrjú í 2. deild.
C-lið KR er efst í 2. deild eftir leiki dagsins, en liðið vann báða leiki sína. Liðið vann B-lið KR 6-3 og lið Garps 6-1. B-lið KR er í 2. sæti eftir 6-1 sigur á Garpi.
Í 1. deild kvenna tapaði A-lið KR 1-6 fyrir liði BH og 2-6 fyrir liði Víkings, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Leikirnir voru þó meira spennandi en tölurnar gefa til kynna, því nokkrir leikir töpuðust með litlum mun. Hæst ber sigrar hinnar 14 ára Guðbjargar Völu Gunnarsdóttur á tveimur leikmönnum Víkings sem eru margfaldir Íslandsmeistarar, þeim Evu Jósteinsdóttur og Lilju Rós Jóhannesdóttur. Er ljóst að Guðbjörg Vala mun taka stökk upp styrkleikalistann við næstu uppfærslu, en hún er núna í 9. sæti.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi