Systkinin Guðbjörg Vala og Pétur sigruðu á Stórmóti HK

Systkinin Guðbjörg Vala og Pétur Gunnarsbörn sigruðu á Stórmóti HK og Stiga, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 9. nóvember. KR átti alla verðlaunahafa í kvennaflokki, því Helena Árnadóttir varð í 2. sæti og Aldís Rún Lárusdóttir og Marta Dögg Stefánsdóttir í 3.-4. sæti.

Í karlaflokki vann KR tvöfalt, en Ellert Kristján Georgsson varð í 2. sæti. Í 3.-4. sæti voru þeir Birgir Ívarsson og Þorbergur Freyr Pálmarsson úr BH.

Verðlaunahafar fengu vegleg verðlaun frá Stiga og pingpong.is.

Share by: