Systkinin Guðbjörg Vala og Pétur Gunnarsbörn sigruðu á Stórmóti HK og Stiga, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 9. nóvember. KR átti alla verðlaunahafa í kvennaflokki, því Helena Árnadóttir varð í 2. sæti og Aldís Rún Lárusdóttir og Marta Dögg Stefánsdóttir í 3.-4. sæti.
Í karlaflokki vann KR tvöfalt, en Ellert Kristján Georgsson varð í 2. sæti. Í 3.-4. sæti voru þeir Birgir Ívarsson og Þorbergur Freyr Pálmarsson úr BH.
Verðlaunahafar fengu vegleg verðlaun frá Stiga og pingpong.is.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi