Byrjendanámskeið í borðtennis fyrir fullorðna
31. október 2023

Fjögur skipti í nóvember
Borðtennisdeild KR býður upp á byrjendanámskeið í borðtennis fyrir fullorðna. Kennt verður fjóra sunnudaga í nóvember í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þjálfari er Pétur Gunnarsson, yfirþjálfari deildarinnar og kostar námskeiðið kr. 9.900.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler, Byrjendanámskeið fyrir fullorðna | KR Borðtennis | SHOP | Sportabler.