B-lið KR sigraði í 2. deild og leikur í 1. deild í haust

A-lið KR í 3. sæti í 1. deild karla

B-lið KR sigraði í 2. deild karla en deildakeppninni lauk í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 8.-9. febrúar. Liðið fékk 18 stig og leikur í 1. deild á næsta keppnistímabili. Liðið er á forsíðumyndinni en þar má sjá Skúla Gunnarsson, Karl A. Claesson, Luca de Gennaro Aquino, Ingólf Svein Ingólfsson og Hlöðver Steina Hlöðversson. Einnig léku Eiríkur Logi Gunnarsson og Lúkas André Ólason með liðinu í vetur.

C-lið KR varð í 5. sæti í deildinni með 7 stig og leikur umspilsleik við liðið sem hafnar í 2. sæti í 3. deild um sæti í 2. deild á næsta keppnistímabili.


A-lið KR hafnaði í 3. sæti í 1. deild karla og hlaut 10 stig. Liðið mætir Íslandsmeisturum Víkings-A í úrslitakeppninni, en Víkingar höfnuðu í 2. sæti í deildinni. A-lið BH varð deildarmeistari.


KR átti fjögur lið í 3. deild en þau komust ekki í úrslitakeppnina.


Úrslit úr leikjum KR-liðanna í 9. og 10 umferð:

1. deild karla:

BH-A – KR-A 6-2

KR-A – Víkingur-A 2-6

2. deild karla:

KR-C – HK-B 6-3
KR-B – BH-C 6-2
BR-A – KR-B 2-6
BH-C – KR-C 2-6

3. deild karla:

Víkingur-C – KR-F 6-2

KR-F – Garpur 6-0

KR-D – Selfoss 3-6
Selfoss – KR-E 6-0

Share by: