Knattspyrnudeild KR þakkar Axel Óskari fyrir framlag hans til félagsins á liðnu tímabili. Axel Óskar er heiðursmaður mikill og frábær félagi, en hann óskaði eftir að fá samningi sínum rift, sem félagið samþykkti. Við óskum Axel velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum fyrir framlag hans til félagsins og góð kynni.
Kveðja frá Axel til KR-inga:
Takk KR-ingar fyrir minn stutta tíma hjá félaginu. Þrátt fyrir að hafa eingöngu verið eitt tímabil hjá KR og þótt að það hafi verið strembið, þá fann maður fyrir hversu ótrúlega sérstakur þessi klúbbur er. Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg og ég elska fólkið sem kemur að klúbbnum. Ég óska KR alls hins besta í framtíðinni .
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi