Ásta Jónsdóttir 80 ára
15. nóvember 2023

Ættmóðir einnar þekktustu KR-fjölskyldunnar, Ásta Jónsdóttir er 80 ára í dag.
Ásta hóf afskipti sín af KR í gegnum KR Konur, rétt fyrir 1980, en fór svo að vinna að ýmsum öðrum verkefnum. Þekktust var hún sem liðsstjóri, fyrst í yngri flokkunum en síðan í meistaraflokki í knattspyrnu, og um langt árabil.
Ásta var sæmd Stjörnu KR á aðalfundi félagsins 2023.
KR óskar Ástu til hamingju með afmælið.