Nú á dögunum var öllum iðkendum KR fædd 2008 og 2009 boðið á fyrirlestur hjá Ásdísi Hjálmsdóttur.
Þar fór Ásdís yfir hvernig hægt er að setja sér markviss markmið, haft rétt hugarfar í keppni, hvernig takast á við meiðsli og hvernig á að samræma íþróttir og nám. Ásdís deildi reynslu sinni og þeim aðferðum sem hún nýtti sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis.
Við þökkum Ásdísi kærlega fyrir frábæran fyrirlestur sem skilaði miklu til iðkenda.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi