Iðkendum boðið á fyrirlestur með Ásdísi Hjálmsdóttur

Nú á dögunum var öllum iðkendum KR fædd 2008 og 2009 boðið á fyrirlestur hjá Ásdísi Hjálmsdóttur.


Þar fór Ásdís yfir hvernig hægt er að setja sér markviss markmið, haft rétt hugarfar í keppni, hvernig takast á við meiðsli og hvernig á að samræma íþróttir og nám. Ásdís deildi reynslu sinni og þeim aðferðum sem hún nýtti sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis.


Við þökkum Ásdísi kærlega fyrir frábæran fyrirlestur sem skilaði miklu til iðkenda. 

Share by: