A-lið KR er í 3. sæti í 1. deild karla

B-lið KR er í 2. sæti í 2. deild karla

Þriðja og fjórða umferð í deildakeppni karla í borðtennis fóru fram í TBR-húsinu 19.-20. október. A-lið KR er í 3. sæti í 1. deild eftir fjórar umferðir með 4 stig eins og HK-A, en hefur hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja. A-lið Víkings er með 8 stig og A-lið BH er með 6 stig.

B-lið KR er með 6 stig í 2. sæti 2. deildar á eftir B-liði HK en C-lið KR er með 1 stig í neðsta sæti eins og BM.

KR er með þrjú lið í 3. deild en þau eru um miðja deild í sínum riðlum.


Úrslit úr leikjum KR-liðanna um helgina:

1. deild:

KR A – Víkingur B 6-0
KR A – BH A 1-6


2. deild:

KR B – HK B 3-6
KR C – BM 5-5

BH C – KR B 2-6
HK B – KR C 6-0


3. deild A-riðill:

HK C – KR F 2-6

KR F – Víkingur C 3-6


3. deild B-riðill:

KR D – Akur 6-0 (Akur hefur dregið lið sitt úr keppni)
KR E – HK D 1-6
UMF. Selfoss – KR D 6-2
Akur -KR E 0-6 (Akur hefur dregið lið sitt úr keppni)


Á forsíðunni má sjá A-lið KR þann 19.10.

Share by: