Fyrstu tvær umferðirnar í deildakeppni karla í borðtennis voru leiknar í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi 28.-29. september. KR-liðin sex áttu misjöfnu gengi að fagna, sigrar, jafntefli og töp voru hlutskipti liðanna.
A-lið KR, sem leikur í 1. deild karla hefur átt betri dag og gerði jafntefli í báðum leikjum sínum, við A-lið HK og B-lið BH.
B-lið KR, sem leikur í 2. deild, vann báða leiki sína og er í forystu í deildinni, á meðan C-liðið, sem leikur líka í 2. deild, tapaði báðum leikjum sínum.
Lið D, E og F leika í 3. deild, þar sem leikið er í tveimur fimm manna riðlum. Liðin léku ýmist einn eða tvo leiki.
Úrslit úr einstökum leikjum KR-liðanna:
1. deild
KR-A – HK-A 5-5
BH-B – KR-A 5-5
2. deild
KR-B – KR-C 6-0
BM – KR-B 0-6
BR-A – KR-C 6-0
3. deild
A-riðill
KR-F – BR-B 5-5
B-riðill
KR-D – KR-E 6-3
HK-D – KR-D 6-2
Forsíðumyndin er af hluta leikmanna í D-liði KR, öldungaliðinu, sem skartar nýjum keppnisbúningum deildarinnar.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi