Þrír Íslandsmeistarar í taekwondo

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmót í bardaga í Heiðarskóla í Keflavík. Skipulag mótsins var í höndum mótanefndar TKÍ og taekwondodeildar Keflavíkur og var til fyrirmyndar. KR átti sex keppendur á mótinu sem stóðu sig allir með prýði og sýndu miklar framfarir.

Guðmundur Flóki sigraði sameinaðan flokk +73 kg junior karla, Anton Tristan Lira Atlason sigraði -57 kg flokk cadet karla, Guðmundur Leó Gunnarsson sigraði -45 kg flokk cadet karla, Bjartur Guðmundsson hlaut brons í -57 kg flokki cadet karla og Prasun Tiwari Duwadi fékk brons í -57 kg flokki cadet karla.

Litlu munaði að Christian Eyjólfur Mba kæmist einnig á pall, eftir flottan bardaga á mótinu.


Auk þess var KR í þriðja sæti í liðakeppni mótsins.


Til hamingju, allir!

 

Á myndina vantar Christian og Prasun.

Share by: