Sjö manna fjölskylda úr Vesturbænum í Reykjavík sýndi hvað borðtennis er góð fjölskylduíþrótt en þau Guðrún Gestsdóttir og Gunnar Skúlason og börn þeirra fimm, Pétur, Skúli, Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala kepptu öll á mótinu. Þau fóru heim með fern verðlaun, þar á meðal ein gullverðlaun.
Þau hafa öll unnið til Íslandsmeistaratitla í borðtennis nema fjölskyldufaðirinn Gunnar.
Þau hafa líka verið öflug í starfi borðtennisdeildarinnar og voru þau Guðrún og Gunnar meðal þeirra sem voru heiðruð fyrir störf sín í þágu KR á afmæli félagsins í febrúar.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi