Sigurður Bjartur og Kristín Erla snúa á önnur mið

Sigurður Bjartur Hallsson hefur ákveðið að ganga til liðs við FH. Sigurður Bjartur er uppalinn í Grindavík en kom til KR fyrir tímabilið 2022.

Siggi spilaði 64 leiki og skoraði 17 mörk fyrir KR.

Við þökkum Sigga fyrir hans framlag til félgasins og óskum honum velfarnaðar á nýjum slóðum.



Kristín Erla Ó. Johnson hefur gengið til liðs við Víking. Kristín Erla er uppalin í KR og hefur undan farin sumur komið heim og spilað með KR þegar hún hefur verið í fríi í háskólaboltanum í USA. Kristín hefur spilað 42 leiki fyrir meistaraflokk KR og skorað 1 mark. Kristín á 12 leiki með yngri landsliðum. 

Takk fyrir þitt framlag til KR Kristín Erla og gangi þér sem allra best í Víkinni.


Share by: