Sex KR-ingar í æfingabúðum unglingalandsliðs í Færeyjum

Helena Árnadóttir sigraði í stúlknaflokki

Sex KR-ingar tóku þátt í sameiginlegum æfingabúðum unglingalandsliða Íslands og Færeyja, sem fram fóru í Færeyjum 15.-16. mars. Alls tóku 11 leikmenn þátt frá hvoru landi fyrir sig. Leikmenn KR í ferðinni voru Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Helena Árnadóttir, Lúkas André Ólason, Marta Dögg Stefánsdóttir, Viktor Daníel Pulgar og Þórunn Erla Gunnarsdóttir.

Á lokadegi æfingabúðanna var haldið mót og sigraði Helena Árnadóttir í stúlknaflokki, eftir sigur á Guðbjörgu Völu í úrslitaleik.

Myndir teknar af fésbókarsíðu færeyska borðtennissambandsins.

Share by: