C-lið KR sigraði í 2. deild kvenna

A-lið KR varð í 3. sæti í 1. deild kvenna

C-lið KR sigraði í 2. deild kvenna í borðtennis, en keppni í deildinni lauk laugardaginn 29. mars. B-lið KR varð í 2. sæti í deildinni. C-liðið vann B-liðið 6-4 en tapaði 4-6 fyrir Garpi og lauk keppni með 6 stig. KR-B vann Garp 6-2 og hlaut 4 stig í vetur. Leikmenn sem hafa leikið með KR-C á keppnistímabilinu eru Anna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Hrefna Namfa Finnsdóttir, Kristjana Áslaug Káradóttir Thors og Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir.


A-lið KR hafnaði í 3. sæti í 1. deild kvenna. Á laugardaginn gerði liðið jafntefli við Íslandsmeistara Víkings, en tapaði 2-6 fyrir BH, sem varð deildarmeistari.


Undanúrslit í 1. deild karla voru líka leikin á laugardaginn. Þar féll A-lið KR úr leik gegn Íslandsmeisturum Víkings 0-3. Liðið réð ekki við Íslandsmeistarann Inga Darvis Rodriguez og tvo erlenda leikmenn sem kepptu fyrir Víking í leiknum.

Share by: