Matthias Præst Nielsen skrifar undir þriggja ára samning við KR

Matthias Præst Nielsen (2000) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Matthias Præst er miðjumaður sem kemur til KR frá Fylki þar sem hann hefur spilað lykilhlutverk í sumar. Áður en Matthias kom til Íslands lék hann í liðum í Danmörku og HB Tórshavn, Færeyjum. 



Við erum gríðarlega ánægð að Matthias vildi koma í Vesturbæinn og hlökkum til að fá hann inn í liðið eftir tímabil, þótt við glöð hefðum viljað fá hann fyrr.


Share by: