Margir KR-ingar á palli á BH Open

Júlía, Marta og Pétur sigruðu í sínum flokkum

Fjölmargir KR-ingar voru á verðlaunapalli á BH Open, sem fór fram helgina 18.-19. janúar í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Bæði var keppt í styrkleikaflokkum og aldursflokkum og voru leikmenn frá Danmörku og Færeyjum meðal keppenda.


Júlía Fönn Freysdóttir sigraði í flokki stelpna 11 ára og yngri, Marta Dögg Stefánsdóttir í B-flokki stráka og stelpna 15 ára og yngri og Pétur Xiaofeng Árnason í opnum flokki D.


KR-konurnar Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Aldís Rún Lárusdóttir og Helena Árnadóttir röðuðu sér í sæti 2-4 í elite flokki kvenna, en þær töpuðu allar fyrir hinni japönsku Yuki Kasahara, sem keppir fyrir UMFB. Norbert Bedö varð annar í elite flokki karla, en hann tapaði fyrir Noah Takeuchi Lassen frá Danmörku í úrslitum.


Hér fyrir neðan má sjá verðlaunahafa í þeim flokkum þar sem KR-ingar komust á pall. Myndir má sjá í myndasafni, en allar myndir koma af fésbókarsíðu BH.


Meistaraflokkur karla elite
1. Noah Takeuchi Lassen, Roskilde BTK 61
2. Norbert Bedo, KR

3.-4. Birgir Ívarsson, BH
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingur


Meistaraflokkur kvenna elite
1. Yuki Kasahara, UMFB
2. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
4. Helena Árnadóttir, KR


Opinn flokkur A
1. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
2. Óskar Agnarsson, HK
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3.-4. Noah Takeuchi Lassen, Roskilde BTK 61


Opinn flokkur D
1. Pétur Xiaofeng Árnason, KR

2. Arnaldur Orri Gunnarsson, KR
3.-4. Baldvin Páll Henrysson, KR
3.-4. Suni Á Lava, Færeyjum


Stelpur u11
1. Júlía Fönn Freysdóttir, KR
2. Anna Villa Sigurvinsdóttir, KR

3.-4. Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpur
3.-4. Álfrún Milena Kvaran, KR


Stelpur/Strákar u15B
1. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR
2. Guðný Lilja Pálmadóttir, Garpur
3.-4. Jörundur Steinar Hansen, HK
3.-4. Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR


Tvíliðaleikur hæsti/lægsti
1. Benedikt Darri Malmquist/Heiðar Leó Sölvason, HK/BH
2. Arnaldur Orri Gunnarsson/Þorbergur Freyr Pálmarsson, KR/BH
3.-4. Anton Óskar Ólafsson/Sindri Þór Rúnarsson, Garpur/HK
3.-4. Suni Á Lava/Norbert Bedo, Færeyjum/KR


Share by: