KR meyjar Íslandsmeistarar í liðakeppni unglinga

Lið KR í meyjaflokki í flokkakeppni unglinga varð Íslandsmeistari í sínum flokki (fæddar 2009-2010). Þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir unnu öruggan 3-0 sigur á liði Garps, sem varð í 2. sæti. Þær unnu líka lið Dímonar sem lék í stúlknaflokki 3-0, þ.e. næsta aldursflokki fyrir ofan meyjaflokk.

Leikið var á Selfossi 27. janúar og olli vont veður og færð því að önnur skráð lið frá KR mættu ekki til leiks.

Share by: