Lið KR í meyjaflokki í flokkakeppni unglinga varð Íslandsmeistari í sínum flokki (fæddar 2009-2010). Þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir unnu öruggan 3-0 sigur á liði Garps, sem varð í 2. sæti. Þær unnu líka lið Dímonar sem lék í stúlknaflokki 3-0, þ.e. næsta aldursflokki fyrir ofan meyjaflokk.
Leikið var á Selfossi 27. janúar og olli vont veður og færð því að önnur skráð lið frá KR mættu ekki til leiks.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi