Undanúrslit deildarkeppninnar í borðtennis fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 6. apríl og hefst keppni kl. 11. Leikið verður í öllum karladeildunum og á KR lið í undanúrslitum í öllum deildum.
Í 1. deild karla mæta deildarmeistarar KR-A A-liði HK.
Í 2. deild karla mætir C-lið KR B-liði HK.
Í 3. deild karla leikur D-lið KR við BM (Borðtennisfélag Mosfellsbæjar).
Úrslitin fara fram þann 13. apríl, en þá verður einnig leikið til úrslita í 1. og 2. deild kvenna.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi