KR-ingar unnu 5,5 titla á Íslandsmóti unglinga

Guðbjörg Vala varð þrefaldur meistari

Leikmenn KR unnu 5,5 titla af 17 titlum sem var keppt um á Íslandsmóti unglinga, flesta titla allra félaga. Mótið fór fram í KR-heimilinu 22.-23. mars.

KR-ingar voru sérstaklega sterkir í stúlknaflokkum. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð þrefaldur meistari, og hefur hún unnið sinn aldursflokk í einliðaleik á hverju ári þegar keppt hefur verið síðan árið 2019. Hún sigraði þetta árið í einliðaleik meyja 14-15 ára, í tvíliðaleik meyja með Helenu Árnadóttur og í tvenndarleik 16-18 ára með Magnúsi Thor Holloway. Helena og Lúkas André Ólason urðu meistarar í tvenndarleik 14-15 ára og Anna Villa Sigurvinsdóttir varð meistari í tvenndarleik 13 ára og yngri með Dawid May-Majewski úr BH. Anna Villa sigraði líka í tvíliðaleik telpna 13 ára og yngri með Júlíu Fönn Freysdóttur.

Auk Íslandsmeistaranna fengu margir KR-ingar verðlaun á mótinu.


Verðlaunahafar í flokkum þar sem KR-ingar voru á palli:

 

Einliðaleikur táta 11 ára og yngri

1. Marsibil Silja Jónsdóttir, Dímon

2. Anna Villa Sigurvinsdóttir, KR

3.-4. Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpur

3.-4. Júlía Fönn Freysdóttir, KR

 

Einliðaleikur telpna 12-13 ára

1. Védís Daníelsdóttir, Umf. Laugdælum

2. Greta Sólrún Mclaughlin Svansdóttir, KR

3.-4. Emma Hertervig, KR

3.-4. Júlía Hertervig, KR

 

Einliðaleikur sveina 14-15 ára

1. Kristján Ágúst Ármann, BH

2. Lúkas André Ólason, KR

3.-4. Heiðar Leó Sölvason, BH

3.-4. Viktor Daníel Pulgar, KR

 

Einliðaleikur meyja 14-15 ára

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR

2. Helena Árnadóttir, KR

3.-4. Emma Niznianska, BR

3.-4. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR

 

Tvíliðaleikur telpna 13 ára og yngri

1. Anna Villa Sigurvinsdóttir/Júlía Fönn Freysdóttir, KR

2. Guðbjörg Stella Pálmadóttir/Sigrún Ýr Hjartardóttir, Garpi

3.-4. Álfrún Milena Kvaran/Helga Ngo Björnsdóttir, KR

3.-4. Greta Sólrún Mclaughlin Svansdóttir/Júlía Hertervig, KR

 

Tvíliðaleikur sveina 14-15 ára

1. Heiðar Leó Sölvason/Kristján Ágúst Ármann, BH

2. Lúkas André Ólason/Viktor Daníel Pulgar, KR

3.-4. Adam Lesiak/Ari Jökull Jóhannesson, Víkingi/Leikni

3.-4. Almar Elí Ólafsson/Sigurður Hólmsteinn Olgeirsson, Selfoss/UMFB

 

Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir/Helena Árnadóttir, KR

2. Marta Dögg Stefánsdóttir/Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR

3.-4. Guðný Lilja Pálmadóttir/Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir, Garpi

3.-4. Emma Niznianska/Védís Daníelsdóttir, BR/Umf. Laugdælum

 

Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára

1. Anton Óskar Ólafsson/Benedikt Aron Jóhannsson, Garpi/Víkingi

2. Alexander Chavdarov Ivanov/Hergill Frosti Friðriksson, BH

3.-4. Elvar Ingi Stefánsson/Pétur Xiaofeng Árnason, Selfossi/KR

3.-4. Magnús Thor Holloway/Tómas Hinrik Holloway, KR

 

Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára

1. Lea Mábil Andradóttir/Weronika Grzegorczyk, Garpi

2. Eyrún Lára Sigurjónsdóttir/Sylvía Sif Sigurðardóttir, KR/Garpi

 

Tvenndarkeppni 13 ára og yngri

1. Dawid May-Majewski/Anna Villa Sigurvinsdóttir, BH/KR

2. Benedikt Darri Malmquist/Védís Daníelsdóttir, HK/Umf. Laugdælum

3.-4. Brynjar Gylfi Malmquist/Helga Ngo Björnsdóttir, HK/KR

3.-4. Guðmundur Ólafur Bæringsson/Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpi

 

Tvenndarkeppni 14-15 ára

1. Lúkas André Ólason/Helena Árnadóttir, KR

2. Viktor Daníel Pulgar/Marta Dögg Stefánsdóttir, KR

3.-4. Kristján Ágúst Ármann/Anna María Ármann, BH

3.-4. Þorgeir Óli Eiríksson/Guðný Lilja Pálmadóttir, Garpi

 

Tvenndarkeppni 16-18 ára

1. Magnús Thor Holloway/Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR

2. Krystian May-Majewski/Emma Niznianska, BR

3.-4. Anton Óskar Ólafsson/Weronika Grzegorczyk, Garpi

3.-4. Pétur Xiaofeng Árnason/Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR


Myndir tók Finnur Hrafn Jónsson.

 

Share by: