Körfuboltabúðir í KR-heimilinu verða haldnar í vetrarfríi grunnskólanna dagana 26., 27. og 30. október nk.
Búðirnar eru fyrir metnaðarfulla krakka fædd 2008-2015 og standa yfir frá klukkan 09:00-12:00. Gunnar Ingi Harðarson mun hafa yfirumsjón með búðunum en ásamt honum munu þjálfarar og leikmenn KR sjá um þjálfun.
Búðirnar verða tvískiptar en fyrir nestispásu verða stöðvar og eftir pásuna verður spilað. Krakkarnir eru því hvattir til þess að taka með sér hollt og gott nesti.
Vetrarfríið er frábært tækifæri til að æfa sig aukalega og verða enn betri leikmaður.
Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á gihardarson@gmail.com
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi