Á fundi sameiginlegrar byggningarnefndar KR og Reykjavíkurborgar síðastliðinn þriðjudag var tekið stórt skref í uppbyggingu fjölnota íþróttahús á KR svæðinu. Borgin hefur nú samþykkt að hefja forval þar sem kallað er eftir aðkomu verktaka að framkvæmdum við húsið.
Forvalið fer fram í nóvember og að því loknu fá 4-5 verktakar afhent útboðsgögn er grundvallar tilboð þeirra í verkið. Mun þá byggingarnefnd yfirfara tilboð og að óbreyttu taka hagstæðasta tilboði.
Verkið verður eins og áður hefur komið fram unnið í svokölluðu alútboði þar sem lokahönnun og framkvæmd er á hendi sama aðila. Hér er um stórt skref að ræða og ljóst að það styttist í að framkvæmdir hefjist á svæðinu.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi