Knattspyrnudeild KR x Benecta
28. janúar 2025

Knattspyrnudeild KR og Genis hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að leikmenn í meistarflokkum deildarinnar munu bæta Benecta í sína daglegu rútínu. Fæðubótaefnið Benecta hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda, ekki síst á meðal íþróttafólks sem sækist eftir hraðari og skilvirkari endurheimt í kjölfar æfinga og keppni.
Við erum gríðarlega ánægð með samstarf við Benecta og erum ekki í vafa um að Benecta á eftir að hjálpa leikmönnum okkar að vinna úr því álagi sem fylgir því að æfa og keppa í fremstu röð.