Gyrðir og Ástbjörn snúa heim

7. ágúst 2024

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (1999) og Ástbjörn Þórðarson (1999) hafa skrifað undir 5 ára samning við KR.

Það gleður okkur alltaf að fá KR-inga aftur heim og er það mikið fagnaðarefni að fá þá Gyrði og Ástbjörn aftur í Frostaskjólið. Gyrðir getur leyst flestar stöður á vellinum en er miðvörður að upplagi og er Ástbjörn varnarmaður/hægri bakvörður.


Við bjóðum ykkur velkomna á æskuslóðirnar strákar og hlökkum til að sjá ykkur blómstra í KR treyjunni á ný.


Á sama tíma mun Kristján Flóki snúa aftur í Hafnarfjörðinn og þökkum við honum fyrir hans framlag til félagsins um leið og við óskum honum velfarnaðar á æskuslóðunum.