Guðbjörg Vala, Helena, Helga og Tómas Íslandsmeistarar unglinga

17,5 verðlaun til KR á mótinu

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð þrefaldur meistari á Íslandsmóti unglinga, sem var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli 16.-17. mars. Guðbjörg varð meistari í einliðaleik meyja 14-15 ára, í tvíliðaleik meyja með Helenu Árnadóttur og í tvenndarleik 14-15 ára með Tómasi Hinriki Holloway. Helga Ngo Björnsdóttir varð meistari í tvíliðaleik telpna 13 ára og yngri en hún lék með Marsibil Silju Jónsdóttur úr Dímon.

Guðbjörg Vala hefur unnið sinn aldursflokk á mótinu á hverju ári frá 2019, að undanskildu árinu 2020 þegar mótið féll niður vegna kórónaveirufaraldurins.

Leikmenn KR unnu alls 17,5 verðlaun á mótinu.

Helena og Tómas fengu auk gullsins tvö silfur hvort og Lúkas André Ólason fékk þrenn silfurverðlaun.


Hér má sjá verðlaunahafa í þeim flokkum þar sem KR-ingar komust á pall:


Einliðaleikur táta 11 ára og yngri

1. Marsibil Silja Jónsdóttir, Dímon

2. Júlía Fönn Freysdóttir, KR

3.-4. Dagný Lilja Ólafsdóttir, Dímon

3.-4. Helga Ngo Björnsdóttir, KR

 

Einliðaleikur telpna 12-13 ára

1. Guðný Lilja Pálmadóttir, Garpur

2. Eva Michaelsdóttir Tran, KR

3. Þórunn Metta Þórðardóttir, Dímon

4. Eygló Ósk Jónsdóttir, BM

 

Einliðaleikur pilta 12-13 ára

1. Dawid May-Majewski, BR

2. Lúkas André Ólason, KR

3.-4. Sigurður Einar Aðalsteinsson, BH

3.-4. Sindri Þór Rúnarsson, HK

 

Einliðaleikur meyja 14-15 ára

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR

2. Helena Árnadóttir, KR

3.-4. Emma Niznianska, BR

3.-4. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR

 

Einliðaleikur sveina 14-15 ára

1. Kristján Ágúst Ármann, BH

2. Tómas Hinrik Holloway, KR

3.-4. Krystian May-Majewski, BR

3.-4. Viktor Daníel Pulgar, KR

 

Tvíliðaleikur telpna 13 ára og yngri

1. Helga Ngo Björnsdóttir/Marsibil Silja Jónsdóttir, KR/Dímon

2. Álfheiður Silla Heiðarsdóttir/Dagný Lilja Ólafsdóttir, Dímon

3. Eva Michaelsdóttir Tran/Margrét Jóhannsdóttir, KR

 

Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir/Helena Árnadóttir, KR

2. Emma Niznianska/Natálía Marciníková, BR/KR

3.-4. Lea Mábil Andradóttir /Weronika Grzegorczyk, Garpur

3.-4. Marta Dögg Stefánsdóttir/Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR

 

Tvíliðaleikur sveina 14-15 ára

1. Heiðar Leó Sölvason/Kristján Ágúst Ármann, BH

2. Lúkas André Ólason/Tómas Hinrik Holloway, KR

3.-4. Dawid May-Majewski/Krystian May-Majewski, BR

3.-4. Ólíver Dreki Martinsson/Viktor Daníel Pulgar, KR

 

Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára

1. Alexander Chavdarov Ivanov/Hergill Frosti Friðriksson, BH

2. Anton Óskar Ólafsson/Benedikt Aron Jóhannsson, Garpur/Víkingur

3. Darian Adam Róbertsson Kinghorn/Magnús Thor Holloway, HK/KR

 

Tvenndarleikur 14-15 ára

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir/Tómas Hinrik Holloway, KR

2. Helena Árnadóttir/Lúkas André Ólason, KR

3.-4. Emma Niznianska/Dawid May-Majewski, BR

3.-4. Lea Mábil Andradóttir/Kristján Ágúst Ármann, Garpur/BH

Share by: