Í gær var haldið golfmót á Nesvellinum til styrktar Framtíðarsjóði KR undir traustri stjórn Salvarar Jónsdóttur. Uppselt var í mótið og komust færri að en vildu. Alls tóku 59 golfarar þátt í mótinu sem tókst einstaklega vel í góðu veðri. Leiknar voru níu holur með punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í Kvenna- og karlaflokki. Þá voru veitt nándarverðlaun á þremur holum og dregíð var úr skorkortum þar sem meðal vinninga var 100.000 kr. gjafabréf upp í golfferð hjá Úrval Útsýn.
Framtíðarsjóðurinn þakkar öllum fyrir þáttökuna og Nesklúbbnum fyrir góðan stuðning við mótið, ásamt eftirfarandi fyrirtækjum sem gáfu úrdráttarverðlaun: Úrval Útsýn, OJK/ÍSAM, Regatta, Melabúðin og Rauða Ljónið.
Úrslit voru eftirfarandi í puntakeppninni:
Fyrsta sæti kvenna: Bjargey Aðalsteinsdóttir
Fyrsta sæti karla: Þorsteinn Guðjónsson
Annað sæti kvenna: Olga Lísa Garðarsdóttir
Annað sæti karla: Þorfinnur Skúlason
Þriðja sæti kvenna: Ásdís Lilja Emilsdóttir
Þriðja sæti karla: Gunnar Hjaltalín
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi