Birtist Knattspyrnufélag Reykjavíkur ekki á þínu skattframtali?

4. mars 2024

Því miður urðu mistök við skráningu hjá okkur en upphæðirnar eru komnar inn hjá skattinum.

 

Samkvæmt ráðleggingum frá Skattinum biðjum við alla sem eru enn ekki að sjá KR í sinni skýrslu að bæta við eftirfarandi athugasemd í sitt framtal:

"Vantar almannaheillastyrk frá Körfuknattleiksdeild K.R./Knattspyrnudeild K.R/ Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (eftir því sem við á), þau eru búin að skila."


Það er því óhætt að skila inn framtalinu þó að KR sé ekki að birtast. Skatturinn hefur staðfest við okkur að það muni koma inn í leiðréttingu hjá öllum, en þetta sé bara til öryggis fyrir þá sem eru að bíða eftir þessu.


Okkur þykja þessi mistök leið og þökkum fyrir skilninginn.


Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu endilega senda póst á skrifstofa@kr.is

Share by: