Ellert Kristján Georgsson sigraði á Stóra Víkingsmótinu

16. apríl 2025

Ellert Kristján Georgsson sigraði í meistaraflokki karla á Stóra Víkingsmótinu, sem fram fór í TBR-húsinu laugardaginn 12. apríl. KR sigraði tvöfalt í flokknum, því Gestur Gunnarsson varð annar. Norbert Bedö varð svo í 3.-4. sæti.

Þá varð Finnur Hrafn Jónsson í 4. sæti í eldri flokki karla.