C-lið KR sigraði í 2. deild kvenna, en leikið var í kvennadeildunum í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 11. nóvember. Liðið skipuðu Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Helena Árnadóttir, Marta Dögg Stefánsdóttir, Natália Marchíniková og Þórunn Erla Gunnarsdóttir.
A-lið KR varð í 3. sæti í 1. deild kvenna eftir töp gegn BH og Víkingi. Liðið kemst því ekki úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í áraraðir, en þar mætast BH og Víkingur. KR-konan Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, sem er í láni hjá BH, varð deildarmeistari með liðinu.
B-lið KR varð í 4. sæti í 1. deildinni.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi