Breytingar á kvennaknattspyrnu í KR

ágú. 21, 2024

Það hefur ávallt verið stefna KR að vera með öflugt starf í yngri flokkum félagsins. Fyrir áratug eða svo var staðan sú að ekki var nægur fjöldi iðkenda hjá félögunum, Gróttu og KR, og því var stofnað til samstarfs í 2. - 4. flokki, báðum félögum til góða.



Síðustu ár hefur kvennaknattspyna orðið vinsælli og iðkendum hjá KR ásamt öðrum félögum fjölgað jafnt og þétt, það ásamt nýútgefinni stefnu KR um að efla allt starf í kringum kvennaknattspyrnu breytir forsendum KR til þátttöku í samstarfi í þessum flokkum.

Út frá nýútgefinni langtímastefnu deildarinnar hefur Gróttu verið tilkynnt að stjórn knattspyrnudeildar KR hafi ákveðið að ljúka samstarfi við Gróttu að loknu Íslandsmóti haustið 2024. 


KR mun hafa fullan fókus í vetur til að framfylgja þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð og því mikilvægt að vera með alla yngri flokka innan félagsins. Þá verður eftir sem áður reynslumikið og gott þjálfarateymi í kvennaflokkum KR.

 

KR þakkar Gróttu kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og óskar félaginu velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

Share by: