Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir standa fyrir borðtennisviðburði fyrir stelpur laugardaginn 7. september í Íþróttahúsi Hagaskóla og stendur yfir kl. 10-13.
Þessi viðburður er þáttur í átaki Borðtennissambands Íslands til að fjölga stelpum í íþróttinni og er opinn fyrir allar stelpur sem vilja prófa að spila borðtennis, hvort sem þær eru þegar að æfa borðtennis eða vilja prófa íþróttina.
Boðið verður upp á borðtennis, leiki og ísveislu.
Skráning er á netfangið aldisrun@gmail.com og er beðið um nafn leikmanns, fæðingarár og símanúmer forráðamanns.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi