Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri lætur af störfum
13. júní 2024

Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok ágústmánaðar og hverfur þá til annarra starfa. Bjarni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2021.
Ráðningarferli nýs framkæmdastjóra bíður nú aðalstjórnar en þegar verður hafist handa við þá vinnu.
Aðalstjórn KR þakkar Bjarna kærlega fyrir allt hans starf fyrir félagið á liðnum árum.