B-lið KR er efst í 2. deild karla

A-lið KR er í 3. sæti í 1. deild karla

Leikið var í öllum karladeildum í borðtennis í Íþróttahúsi Hagaskóla þann 11.-12. janúar. Að loknum 8 umferðum af 10 er B-lið KR komið í forystu í 2. deild karla, með 14 stig, jafn mörg stig og B-lið HK en hefur hagstæðara leikjahlutfall. C-lið KR er í 5. og næstneðsta sæti deildarinnar með 3 stig.


Í 1. deild karla er A-lið KR í 3. sæti með 10 stig og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.


KR á þrjú lið í 3. deild og eiga tvö þeirra, D- og F-liðin ennþá möguleika á að komast í úrslitakeppni deildarinnar.


Úrslit úr leikjum KR-liðanna:

1. deild karla:

KR-A – BH-B 6-0

Víkingur-B – KR-A 1-6


2. deild karla:

KR-B – BM 6-0
KR-C – BR-A 4-6

HK-B – KR-B 2-6
BM – KR-C 2-6


3. deild karla:

BR-B – KR-F 6-1

KR-D – HK-D 5-5


Á forsíðunni má sjá B-lið KR, f.v.: Luca de Gennaro Aquino, Karl Andersson Claesson, Eiríkur Logi Gunnarsson og Hlöðver Steini Hlöðversson.

Share by: