Aldís Rún Íslandsmeistari í tvíliðaleik

Guðbjörg Vala og Anna sigruðu í 1. og 2. flokki

Aldís Rún Lárusdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna á Íslandsmótinu sem fram fór í Íþróttahúsinu í Digranesi helgina 1.-3. mars. Aldís lék með Sól Kristínardóttur Mixa úr BH. Þær mættust svo innbyrðis í úrslitaleiknum í meistaraflokki kvenna, þar sem Sól sigraði 4-2.

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna, en hún er aðeins 13 ára gömul. KR átti þrjá af fjórum verðlaunahöfum, því Ársól Clara Arnardóttir varð önnur og Helena Árnadóttir í 3.-4. sæti.

Anna Sigurbjörnsdóttir vann 2. flokk kvenna, og þar átti KR líka þrjá af fjórum verðlaunahöfum. Kristjana Áslaug Káradóttir Thors varð önnur, og Natálía Marciníková fékk brons.

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir fékk brons í meistaraflokki kvenna og Davíð Jónsson í meistaraflokki karla.

Bræðurnir Eiríkur Logi og Pétur Gunnarssynir höfnuðu í 2. sæti í tvíliðaleik karla, eftir 1-3 tap í úrslitum. Ellert Kristján Georgsson fékk brons, en hann lék með Óskari Agnarssyni úr HK.

KR átti líka bronspar í tvíliðaleik kvenna en Guðrún G Björnsdóttir og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir urðu í 3.-4. sæti.

Í tvenndarleik komu bæði bronspörin úr KR. Þau voru þau Guðrún G Björnsdóttir og Pétur Gunnarsson og Þóra Þórisdóttir og Ellert Kristján Georgsson.

Þá fékk Tómas Hinrik Holloway bronsverðlaun í 2. flokki karla.


Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vefnum Íslandsmótið 2024 | Tournamentsoftware.com


Myndir með fréttinni eru frá Finni Hrafni Jónssyni.





Share by: