A-lið KR tapaði í úrslitum í bikarkeppni BTÍ

KR-A sló KR-B út í undanúrslitum

A-lið KR tapaði 1-4 fyrir liði BH í úrslitaleik bikarkeppninnar í borðtennis, en leikið var í TBR-húsinu 17. febrúar. Lið KR-A skipuðu Helena Árnadóttir, Norbert Bedo og Skúli Gunnarsson. Norbert vann eina leikinn sem KR-A vann.

Í undanúrslitum mættust A- og B-lið KR og vann A-liðið 4-1. Í B-liðinu léku þau Ellert Kristján Georgsson, Elvar Kjartansson og Þóra Þórisdóttir. 

Share by: