A-lið KR er ósigrað í 1. deild karla

Fjórar umferðir hafa verið leiknar í deildinni

A-lið KR er efst í 1. deild karla eftir fjórar umferðir. Liðið vann B-lið KR 6-0 og A-lið Víkings 6-4 þann 30. september. Þann 21. október vann liðið BH-B 6-1 og HK-A 6-2.

B-lið KR hefur eitt stig eftir jafntefli við B-lið BH en hefur tapað hinum þremur leikjum sínum.

Share by: