KR-ingar unnu sjö titla á Íslandsmóti öldunga

12. maí 2025

Aldís varð þrefaldur Íslandsmeistari

KR-ingar unnu sjö Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti öldunga í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi laugardaginn 10. maí. Guðrún Gestsdóttir, KR og Ingólfur Sveinn Ingólfsson urðu tvöfaldir meistarar.

Aldís sigraði í einliðaleik kvenna 40-49 ára, í tvíliðaleik kvenna 40-49 ára með Guðrúnu G Björnsdóttur og í tvenndarleik 40 ára og eldri með Ingólfi Ingólfssyni. Ingólfur varð meistari í einliðaleik karla 40-49 ára. Guðrún Gestsdóttir sigraði í einliðaleik kvenna 50-59 ára og í tvíliðaleik kvenna 50-59 ára með Önnu Sigurbjörnsdóttur. Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna 60-69 ára.


Verðlaunahafar á mótinu í flokkum þar sem KR-ingar voru á palli:


Einliðaleikur kvenna 40-49 ára

1. Aldís Rún Lárusdóttir, KR

2. Elise Plessis, Tindastóli


Einliðaleikur karla 40-49 ára

1. Ingólfur Ingólfsson, KR

2. Rubén Illera López, Selfossi

3.-4. Michael May-Majewski, BR

3.-4. Viliam Marciník, KR


Einliðaleikur kvenna 50-59 ára

1. Guðrún Gestsdóttir, KR

2. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR

3. Guðrún Ólafsdóttir, KR


Einliðaleikur kvenna 60-69 ára

1. Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir, KR


Einliðaleikur karla 60-69 ára

1. Sighvatur Karlsson, Víkingi

2. Jón Gunnarsson, BR

3. Guðmundur Örn Halldórsson, KR

4. Finnur Hrafn Jónsson, KR


Einliðaleikur karla 70 ára og eldri

1. Árni Siemsen, Erninum

2. Rúnar Sigurðsson, KR


Tvíliðaleikur kvenna 40-49 ára

1. Aldís Rún Lárusdóttir/Guðrún G Björnsdóttir, KR


Tvíliðaleikur kvenna 50-59 ára

1. Anna Sigurbjörnsdóttir/Guðrún Gestsdóttir, KR

2. Guðrún Ólafsdóttir/Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir, KR


Tvíliðaleikur karla 60-69 ára

1. Jón Gunnarsson/Sighvatur Karlsson, BR/Víkingur

2. Finnur Hrafn Jónsson/Guðmundur Örn Halldórsson, KR


Tvenndarleikur 40 ára og eldri

1. Ingólfur Ingólfsson/Aldís Rún Lárusdóttir, KR

2. Guðmundur Örn Halldórsson/Anna Sigurbjörnsdóttir, KR

3.-4. Viliam Marciník/Guðrún Gestsdóttir, KR


Forsíðumynd frá Finni Hrafni Jónssyni en aðrar myndir frá Sigurjóni Ólafssyni og Þorbergi Frey Pálmarssyni.