Ungir og efnilegir skrifa undir samning

Þrír ungir og efnilegir KR-ingar hafa skrifað undir samning við félagið undanfarnar vikur.


Alexander Rafn Pálmason (2010) hefur skrifað undir samning við KR út keppnistímabilið 2027. Alex er mikið efni og hefur verið á reynslu hjá FCK og Nordsjælland á liðnum vikum. Alex hóf ferlilinn í Gróttu en færði sig yfir í KR í 5. flokki. Alex æfir og hefur spilað leiki fyrir meistaraflokk félagsins og Alex á 3 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Sigurður Breki Kárason (2009) hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið, út keppnistímabilið 2027. Sigurður Breki hefur æft með meistaraflokki í vetur og hefur staðið sig vel. Sigurður Breki er mikið efni sem á þrjá landsleiki með yngri landsliðum Íslands.


Matthildur Eygló Þórarinsdóttir var að skrifa undir sinn fyrsta samning við uppeldisfélagið, KR. Matta hefur staðið sig frábærlega í markinu upp alla yngri flokka félagsins og á sannarlega framtíðina fyrir sér í markinu. Matta á tvo leiki með U15. Matta hefur einnig staðið sig mjög vel í körfunni og á einnig yngri landsleiki í körfu. Það verður gaman að fylgjast með Möttu í markinu í framtíðinni.

Til hamingju með fyrsta samninginn Matta


Það verður gaman að fylgjast með þeim, Alex, Sigga Breka og Möttu í framtíðinni.

Share by: