Ný stjórn Borðtennisdeildar KR

Aðalfundur Borðtennisdeildar KR var haldinn þann 4. apríl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Ný stjórn var kjörin á fundinum og kemur Ársól Clara Arnardóttir aftur inn í stjórnina í stað Önnu Sigurbjörnsdóttur. Hlöðver Steini Hlöðversson var endurkjörinn formaður en aðrir í stjórn eru Árni Árnason, Pétur Gunnarsson og Skúli Gunnarsson.

Share by: